Leit á vefnum

Niðurstöður leitar - 109 svör fundust

Hver voru vinsælustu svör marsmánaðar 2018?

Í marsmánuði 2018 voru birt 54 ný svör á Vísindavefnum. Að auki var fjölmörgum fyrirspurnum svarað með því að vísa lesendum á efni sem til er og sumum spurningum var svarað með tölvupósti og símtölum. Svör um málvísindi, borgarastríðið í Finnlandi, erfðafræði og vísindamenn í dagatali íslenskra vísindamanna vor...

Nánar

Hvað er borgaravitund?

Þegar talað er um borgaravitund er yfirleitt verið að vísa í hugmyndir fólks um hvað það sé að vera fullgildur þátttakandi í tilteknu samfélagi, með þeim réttindum og skyldum sem því fylgir. Orðið er notað í svipaðri merkingu og enska orðið citizenship og danska orðið medborgerskab. Þetta kann að virðast nokkuð kl...

Nánar

Er jólagrautur upprunalega íslensk hefð?

Hrísgrjónagrauturinn er ekki íslensk uppfinning heldur hefur lengi tíðkast að gera einhvers konar útgáfu af graut eða búðingi úr grjónum og mjólk víða um heim. Það er heldur ekkert einsdæmi að borða slíkan graut til hátíðabrigða eins og lengi tíðkaðist hér á landi. Í svari Hallgerðar Gísladóttur við spurningunni ...

Nánar

Hvaða rannsóknir hefur Margrét Sigrún Sigurðardóttir stundað?

Margrét Sigrún Sigurðardóttir er lektor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands. Doktorsritgerð hennar fjallar um skipulag breska tónlistariðnaðarins en tónlistariðnaðurinn og skapandi greinar almennt hafa verið viðfangsefni Margrétar frá því hún skrifaði um Smekkleysu í meistararitgerð sinni við viðskiptafræðidei...

Nánar

Hvar á landinu finnst blóðberg?

Blóðberg (Thymus praecox) er algengt um allt land, nánast frá fjöru og upp í 900 m hæð, en plantan hefur fundist í yfir 1000 m hæð. Á vefnum Flóra Íslands má sjá kort af útbreiðslu blóðbergs og þar sést vel hversu víða plöntuna er að finna. Blóðberg vex um nánast allt land. Blóðberg er lágvaxinn smárunni með lit...

Nánar

Hver er munurinn á dökkum og ljósum púðursykri?

Munurinn á dökkum og ljósum púðursykri fest í því hversu mikið hann inniheldur af efnum sem gefa honum lit. Púðursykur er oftast nær hreinsaður sykur sem búið er að húða með melassa (e. molasses), sykursírópi eða öðrum efnum sem gefa honum brúnan lit. Hversu dökkur sykurinn er fer eftir því hversu mikið af öð...

Nánar

Hvað er gyðja?

Gyðja er kvenguð, kvenkennd æðri vera sem yfirleitt er fögur og tignaleg. Gyðjur eru til í mörgum trúarbrögðum, sérstaklega fjölgyðistrúarbrögðum eins og norrænni, rómverskri, grískri og egypskri goðafræði. Helstu gyðjur í norrænni goðafræði eru Frigg (gyðja fjölskyldu og heimilis), Nanna (gyðja hafsins), Frey...

Nánar

Er hvítt súkkulaði búið til úr hvítum kakóbaunum?

Nei, hvítt súkkulaði er ekki úr hvítum kakóbaunum heldur vantar í það efnin sem gera súkkulaði venjulega brúnt. Venjulegt dökkt eða brúnt súkkulaði er samsett úr þremur meginþáttum, kakómassa eða kakóþurrefnum, kakósmjöri og sykri auk bragðefna. Í hvítu súkkulaði eru hins vegar ekki kakóþurrefni, heldur aðeins ...

Nánar

Hvenær á að nota „mig“ og hvenær á að nota „mér“ með sagnorðum?

Öll spurningin hljóðaði svona: Hvenær á að nota „mig“ og hvenær á að nota „mér“ með sagnorðum? (Til dæmis mig langar, mér finnst). Flest sagnorð taka með sér nafnorð eða fornöfn, eitt eða fleiri, til að tákna þátttakendur í þeirri athöfn, atburði eða aðgerð sem sögnin lýsir. Mjög oft stendur eitt þessara nafnor...

Nánar

Hvað er nýraunsæi og hvernig birtist það í íslenskum bókmenntum?

Raunsæisbylgja, sem oft er kennd við nýraunsæi, flæddi yfir íslenskt bókmenntasvið á síðari hluta áttunda áratugar 20. aldar. Í henni fólst bæði áhersla rithöfunda á félagslegt raunsæi og gagnrýnin krafa lesenda og bókmenntarýna, innblásin af verkalýðsbaráttu og róttækri hugsun 68-kynslóðarinnar. Lögð var áhersla ...

Nánar

Af hverju eru trýni á hundum alltaf blaut?

Nef hunda er venjulega rakt. Á trýni hunda eru frumur sem seyta vökva (e. mucus) og þannig helst trýnið rakt og hundarnir viðhalda sínu gríðarlega næma þefskyni, en nefið er sjálfsagt það skynfæri sem hundar styðjast helst við. Hundaeigendur kannast vel við að hundar sleiki á sér trýnið. Vökvinn sem frumurnar ...

Nánar

Hvað er njóli?

Njóli, sem hefur latneska heitið Rumex longifolius, er planta af súruætt. Njólinn getur orðið nokkuð stór eða meira en metri á hæð. Hann vex aðallega við byggð og er oftast talinn illgresi. Sums staðar hefur hann breiðst nokkuð út í óræktað land, og kann þá best við sig í bleytum, flæðum og árfarvegum, en hann fin...

Nánar

Hvenær fóru Íslendingar að drekka kaffi?

Talið er að kaffitréð eigi sér uppruna í Eþíópíu í héraði sem nefnist Kaffa. Jurtin barst frá Afríku til Arabíu á 15. öld en þar er talið að hún hafi fyrst verið notuð til drykkjargerðar. Um miðja 17. öld barst kaffið síðan til Evrópu. Kaffi var fyrst flutt til Íslands um miðja 18. öld svo líklega byrjuðu Ísle...

Nánar

Vex írskur mosi við strendur Íslands?

Írskur mosi eða fjörugrös (Chondrus crispus) er rauðþörungur sem vex víða í grýttum fjörum við strendur Atlantshafsins, meðal annars víða meðfram ströndum Bretlandseyja, við Eystrasalt, Færeyjar og Kanada. Hann finnst einnig í einhverju mæli við Atlantshafsstrendur Frakklands og Spánar. Heimildir eru fyrir því að ...

Nánar

Fleiri niðurstöður